Fast-1 slhf.

Fast-1 slhf. er fasteignafélag í stýringu Íslandssjóða. Félagið var stofnað árið 2012 og eru hluthafar þess íslenskir lífeyrissjóðir, vátryggingafélög og aðrir fagfjárfestar. Skv. hálfsársuppgjöri félagsins 2016 nema fjárfestingaeignir félagsins um 22 milljörðum króna og samanstendur eignasafn félagsins af hágæða atvinnuhúsnæði í Reykjavík, þ.á.m. turninum og skrifstofum Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi.


Leigutakar hjá félaginu eru opinberar stofnanir, sveitarfélög og mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins. Félagið er með skráðan skuldabréfaflokk hjá Nasdaq Iceland.


Eignir Fast-1:

  • Katrínartún 2
  • Borgartún 8-16A
  • Skúlagata 21
  • Vegmúli 3
  • Klettagarðar 13
  • Skútuvogur 1


Stjórnarformaður félagsins er Kjartan Smári Höskuldsson.