Útgreiðsla úr Fyrirtækjasjóðnum

29.12.2015

Í dag þriðjudaginn 29. desember var framkvæmd útgreiðsla úr Fyrirtækjasjóðnum sem er í slitaferli hjá Íslandssjóðum. Útgreiðsluhlutfall miðað við eignastöðu sjóðsins í dag er 32,75%. Um er að ræða áttundu útgreiðslu sjóðsins frá því hann var tekinn til slita haustið 2008. Útgreiðslan verður lögð inn á bankareikninga sjóðfélaga.

Til baka