Stjórnarhættir

Íslandssjóðir hafa hlotið viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ árlega frá árinu 2013. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.  Íslandssjóðir hlutu viðurkenninguna að undangenginni ítarlegri úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. sem framkvæmd var annars vegar árið 2013 og hins vegar árið 2017 vegna endurnýjunar á viðurkenningunni. Viðurkenningin gildir í þrjú ár nema verulegar breytingar hafi orðið á stjórn eða eignarhaldi fyrirtækis. Til að viðhalda viðurkenningu á milli ára þurfa fyrirtæki að upplýsa um breytingar sem hafa orðið á stjórnarháttum milli ára.