Stjórnarhættir

Íslandssjóðir fengu í desember 2013 viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. 

Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands að undangenginni ítarlegri úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Viðurkenningin gildir í þrjú ár nema verulegar breytingar hafi orðið á stjórn eða eignarhaldi fyrirtækis. Til að viðhalda viðurkenningu á milli ára þurfa fyrirtæki að upplýsa um breytingar sem hafa orðið á stjórnarháttum milli ára. Viðurkenning Íslandssjóða hefur verið endurnýjuð árlega síðan.