Hlutabréfasjóðir

IS Úrvalsvísitölusjóðurinn

 • Fylgir Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands með vægisþaki (OMXI8 Cap ISK) að teknu tilliti til kostnaðar
 • Hlutfallslegt vægi hvers félags í sjóðnum endurspeglar vægi þess í vísitölunni
 • Hentar þeim sem vilja ávaxta fé í fimm ár eða lengur og þola frekar miklar verðsveiflur

IS Hlutabréfasjóðurinn

 • Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir í innlendum hlutabréfum
 • Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í innlánum fjármálafyrirtækja að hámarki 50% séu aðstæður ekki heppilegar til fjárfestinga í hlutabréfum
 • Stefnt er að ná hærri ávöxtun en vísitala aðallista Kauphallar Íslands og er fjárfest í mjög fáum félögum
 • Hentar þeim sem vilja ávaxta fé í fimm ár eða lengur og þola miklar verðsveiflur

IS EQUUS Hlutabréf

 • Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir í innlendum hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum tengdum þeim
 • Hefur rýmri fjárfestingaheimildir en aðrir hlutabréfasjóðir Íslandssjóða og er því áhættumeiri
 • Stefnt er að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands leiðrétt fyrir arði (OMXI8GI)
 • Hentar þeim sem vilja ávaxta fé í fimm ár eða lengur og þola miklar verðsveiflur

IS Heimssafn

 • Fjárfest er í hlutabréfasjóðum sem fjárfesta í hlutabréfum á alþjóðlegum mörkuðum.
 • Stefna sjóðsins er að einblína á fjárfestingar í hlutabréfasjóðum sem hafa náð góðum árangri í fjárfestingum sínum með gegnsærri og agaðri fjárfestingarstefnu.
 • Sjóðurinn leitast við að ná betri ávöxtun en MSCI heimsvísitalan
 • Hentar þeim sem vilja ávaxta fé í fimm ár eða lengur og þola miklar verðsveiflur

 

Almennur fyrirvari
Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Eignarhlutdeild í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði getur rýrnað, aukist eða staðið í stað og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga auk gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingakosti sem í boði eru. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættur. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Gengisþróun og ávöxtun
Í línuriti gengisþróunar er birt gengi viðkomandi sjóðs sl. eitt ár. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár er ekki reiknuð upp á ársgrundvöll heldur er þar um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun tímabila sem ná yfir eitt ár og lengur er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar miðast ávallt við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

Fjárfesting í afleiðum
Sjóðum er heimilt að nota afleiður til að fastsetja hagnað eða til að draga úr áhættu, eða til að festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum, enda sé það hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingu viðkomandi sjóða.

Skattlagning
Um skattlagningu hagnaðar af hlutdeildarskírteinum gilda lög um tekjuskatt nr. 90/2003, lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996 ásamt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Frekari skattlagning getur þó komið til. Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í sjóðum.

* Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð yfir á ársgrundvöll.