Sjóðurinn hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað til þriggja ára eða lengur í dreifðu safni skuldabréfa að mestu útgefnum af ríkissjóði, fjármálafyrirtækjum og sveitarfélögum.
Sjóðurinn mun nýta afleiður til að grípa tækifæri á skuldabréfamarkaði og geta því sveiflur í ávöxtun verið nokkrar. Hentugur fjárfestingartími er yfir 3 ár, þó er alltaf hægt að innleysa eign í sjóðnum með tveggja daga fyrirvara.
Helstu kostir
Virk stýring á skuldabréfum aðila sem metnir eru traustir og með góðan seljanleika á markaði
Sjóðstjórar stýra verðtryggingarhlutfalli og meðallíftíma sjóðsins eftir markaðsaðstæðum
Heimild til að nýta afleiður til að grípa betur tækifæri á skuldabréfamarkaði, allt að 50% af hreinni eign sjóðsins
Skuldabréf og víxlar útgefnir af eða með ábyrgð íslenska ríkisins
77.4
Skuldabréf og víxlar útgefnir af eða með ábyrgð sveitarfélaga eða Lánasjóði sveitarfélaga
0.0
Skuldabréf og víxlar útgefnir af fjármálafyrirtækjum
19.6
Hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum eða sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta sem fjárfesta í skuldabréfum
0.0
Skuldabréf og víxlar útgefnir af öðrum innlendum aðilum
0.0
Heildaráhætta vegna afleiðna
9.9
Laust fé
2.9
Eignasafn og stefna
Markmið sjóðsins er langtímaávöxtun með því að fjárfesta í skuldabréfum og víxlum sem eru útgefin af aðilum þar sem seljanleiki verðbréfa er almennt talinn mikill, þ.e. íslenska ríkinu eða með ábyrgð þess, sveitarfélögum eða með ábyrgð þeirra, Lánasjóði sveitarfélaga og fjármálafyrirtækjum. Einnig er heimilt að fjárfesta í skráðum skuldabréfum útgefnum af öðrum innlendum útgefendum. Sjóðurinn nýtir afleiður til að grípa tækifæri á skuldabréfamarkaði og geta því sveiflur í ávöxtun verið nokkrar.
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Bent skal á að ávöxtunartölur vísa til fortíðar og að árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimldir og notkun afleiðna.
Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.
Gengisþróun og ávöxtun
Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt viðkomandi sjóðs.