Um Íslandssjóði 

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, upprunalega stofnað árið 1994 og er í eigu Íslandsbanka. Félagið er með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021 og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020.

Íslandssjóðir stýra 23 sjóðum fyrir almenna fjárfesta og 8 sérhæfðum sjóðum. Íslandssjóðir stýra eignum sem nema um 345 milljörðum króna og um 12.000 sparifjáreigendur og fjárfestar hafa valið að ávaxta eignir sínar í sjóðum félagsins.

Félagið starfrækir úrval hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða og er stærst í rekstri skuldabréfasjóða á Íslandi bæði þegar horft er til fjölda sjóða og eigna í stýringu. Íslandssjóðir hafa auk þess sérhæft sig í fasteignasjóðum og framtakssjóðum. 

Allir stjórnarmenn Íslandssjóða eru óháðir. Hjá félaginu starfa 22 sérfræðingur með áralanga starfsreynslu á fjármálamarkaði. Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Smári Höskuldsson og formaður stjórnar er Sylvía Kristín Ólafsdóttir.

 

 

Íslandssjóðir hafa hlotið eftirfarandi viðurkenningar fyrir stjórnarhætti og fyrirmyndar rekstur:

 

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum árlega frá árinu 2013, veitt af Stjórnvísi. 
  • Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024, veitt af Creditinfo.
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024, veitt af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

 

>>Stjórnarháttayfirlýsing 2023 (PDF)
>>Stjórnarháttayfirlýsing 2022 (PDF)
>>Stjórnarháttayfirlýsing 2021 (PDF)
>>Stjórnarháttayfirlýsing 2020 (PDF)
>>Stjórnarháttayfirlýsing 2019 (PDF)
>> Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja (PDF)