Valmynd

Eignastýring

Eignastýring Íslandssjóða stýrir eignum fyrir hönd viðskiptavina sem gert hafa eignastýringarsamning við Íslandsbanka. Viðskiptavinirnir eru: Einstaklingar, opinberir aðilar, sjálfseignastofnanir, styrktarsjóðir, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir.

Eignastýringarteymið samstendur af fólki sem hefur áratugareynslu af eignastýringu og fjármálamörkuðum. Fjárfest er á öllum mörkuðum bæði innlendum og erlendum, hlutabréfum, skuldabréfum, hrávörum, gjaldmiðlum og sérhæfðum fjárfestingum.

Við leggjum mikið upp úr faglegum og öguðum vinnubrögðum í öllu fjárfestingaferlinu með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Teymið beitir aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í öllum sínum fjárfestingum.


Aflaðu þér frekari upplýsinga um Einkabankaþjónustu Íslandsbanka hér.