Fjármálabækur á stafrænu formi fyrir þig

Hlutabréf og eignastýring

Hlutabréf og eignastýring lýsir helstu aðferðum við val á hlutabréfum og eignastýringu. Í bókinni er dregið saman hvernig hinn almenni fjárfestir getur nýtt sér þessar aðferðir við ávöxtun peninga til að ná settum markmiðum allt eftir því hvort hann ákveður að taka litla eða mikla áhættu. 

Skoða nánar


Verðbréf og áhætta

Verðbréf og áhætta er ein þekktasta bókin um fjármál sem komið hefur út á Íslandi en hún kom út árið 1994. Fjallað er um mismunandi tegundir verðbréfa, verðbréfasjóði og erlenda sem innlenda markaði en þungamiðja bókarinnar felst þó í umfjöllun um ávöxtun og áhættu og hvernig þessir tveir þættir mynda saman grunninn að ávöxtun fjármuna almennt.

Skoða nánar


Verðmætasta eignin

Í Verðmætustu eigninni er fjallað um lífeyrismál og sýnt fram á með skýrum og einföldum hætti að hér eru á ferðinni mál sem allir geta auðveldlega sett sig inn í og tekið í sínar hendur. Tilgangurinn er að veita upplýsingar um lífeyris- og eftirlaunamál í víðu samhengi og gefa góð ráð um leiðir til að auka tekjur í starfslok og tryggja fjárhagslegt öryggi á öðrum æviskeiðum. 

Skoða nánar

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.