Græn skuldabréf

Grein sem birtist í Kjarnanum 19. desember 2018:
https://kjarninn.is/skodun/2018-12-19-fjarfestingar-i-graenni-framtid/
Brynjólfur Stefánsson, höfundur greinar, er sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum

 

Sjóðurinn IS Græn skuldabréf var stofnaður árið 2018 og er enn sem komið er eini sjóðurinn á Íslandi sem leggur áherslu á umhverfismál í fjárfestingastefnu sinni.  Fjárfestir sjóðurinn í skuldabréfum sem er ætlað að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag án þess þó að gefa afslátt af arðsemissjónarmiðum.

Undanfarið ár hafa Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg tekið af skarið og gefið út græn skuldabréf bæði í dollurum og krónum og nú er svo komið að íslensk fyrirtæki hafa gefið út slík skuldabréf fyrir um tæplega 25 milljarða.

 

Samkvæmt útreikningnum ráðgjafafyrirtækisins Circular Solutions sem sérhæfir sig í sjálfbærni hafa útgáfurnar nú þegar dregið úr útblæstri sem nemur tæplega 92 þúsund tonnum. 

Hvað er IS Grænum skuldabréfum ætlað að fjármagna?


Verkefni á vegum Orkuveitunnar:

  • Þróun, uppbygging og rekstur á jarðvarmaorkuverinu Hellisheiðarvirkjun sem er með minni útblástur en 100 g af koltvísýringi á kílóvattstund. Þess má geta að útblástur á kolaorkuvers er um það bil 10 sinnum meiri.
  • Leit og nýting nýrra jarðvarmauppspretta.
  • Uppbygging innviða fyrir orkuskipti í samgöngum þ.á.m. hleðslustöðvar og vetnisframleiðsla.
  • Fjármögnun snjallhitamæla sem auka aðgengi notenda að rauntíma upplýsingum um notkun á orku og hugsanlega kolefnisútblástur.
  • CarbFix sem gengur út á dæla koltvísýringi aftur niður í jarðlög hjá Hellisheiðarvirkjun.

     

 Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar:

  • Grænar byggingar: Miðað er við að nýjar eða byggingar sem eru gerðar upp verði með mjög góða orkunýtingu (úttekt samkvæmt BREEAM staðlinum) og styðji við umhverfisvæna fararmáta.
  • Uppbygging á lausnum til að auka orkunýtingu svo sem að skipta út glóperum í LED-perur.
  • Umhverfisvænni samgöngur svo sem léttvagnakerfi.
  • Hjólastígar og bætt aðstaða fyrir hjólafólk
  • Hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
  • Orkuskipti í almenningssamgöngum.
  • Aukin skilvirkni í söfnun úrgangs
  • Orkuskipti í ruslsöfnun.
  • Söfnun á metani frá landfyllingum
  • Endurheimt votlendis á borgarlandinu.
  • Skráning og verndun lífríkis innan borgarlandsins.
  • Skipulag þéttingu byggðar.
  • Áhættumat vegna hækkandi sjávarstöðu og viðbragða við því.
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.