Félagsbústaðir GRÆN
Félagsbústaðir gáfu út fyrsta félagslega skuldabréfið sem skráð var á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Tilgangurinn með útgáfunni er að fjármagna byggingu á leiguíbúðum Félagsbústaða.
Félagsbústaðir er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar. Félagið á og rekur félagslegar íbúðir og hefur að markmiði að veita einstaklingum og fjölskyldum tryggan aðgang að leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Félagsbústaðir hafa sett sér félagslegan skuldabréfaramma um útgáfuna (e. Reykjavik Social Housing Social Bond Framework) sem fylgir alþjóðlegum viðmiðum um félagsleg skuldabréf gefnum út af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Ramminn hefur hlotið óháða vottun frá Sustainalytics. Í vottuninni segir m.a. að rammi Félagsbústaða sé traustur, trúverðugur og áhrifamikill, og að hann samræmist öllum fjórum meginþáttum alþjóðalegra viðmiða um félagsleg skuldabréf.
https://www.felagsbustadir.is/um-starfsemina/fjarhagur/
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.