Lánasjóður sveitarfélaga GRÆN

Lánasjóður sveitarfélaga fjármagnar verkefni fyrir sveitarfélög sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum með útgáfu grænna skuldabréfa á markaði.

Verkefnin sem fjármögnuð eru með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins en hann byggir á alþjóðlegum viðmiðum („Green Bond Principles“) sem International Capital Market Association (ICMA) hefur sett saman

Græn umgjörð LS hefur hlotið vottun frá Sustainalytics. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við ofangreind viðmið ICMA. 

Dæmi um fjárfestingar sem gætu fallið undir kröfur umgjarðarinnar eru umhverfisvænar samgöngur, vistvænar byggingar, endurnýjanleg orka og orkunýtni, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

https://www.lanasjodur.is/fjarfestar/fjarmognun/graen-skuldabref/

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.