Reginn
Með samþykkt sjálfbærnistefnu haustið 2019 og BREEAM-vottun Smáralindar í lok árs 2019 skapaðist skilyrði til útgáfu grænna skuldabréfa undir útgáfurammanum. Í mars 2020 skráði félagið græna umgjörð (Green Financing Framework) með það að markmiði að fjármagna umhverfisvottaðar fasteignir og umhverfisvænar fjárfestingar. Byggir græna umgjörðin á GBP (Green Bond Principles) með óháðu áliti CICERO, miðstöðvar alþjóðlegra loftslags- og umhverfisrannsókna.
Með 5 ma.kr. útgáfu í skuldabréfaflokknum REGINN50 GB varð Reginn fyrsta skráða félagið á Nasdaq Iceland til að selja græn skuldabréf. Tilgangur útgáfunnar var að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvænar fjárfestingar, umhverfisvottaðar fasteignir og önnur verkefni sem samræmast umgjörð félagsins um græna frjármögnun. Lykilþáttur í vegferð Regins í umhverfismálum var alþjóðleg umhverfisvottun Smáralindar í janúar 2020, en Smáralind er fyrsta fasteignin á Íslandi sem hlýtur hina alþjóðlegu BREEAM In-Use umhverfisvottun.
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.