Hvernig sjóður hentar mér?

Fjárfestingarmarkmið hvers og eins skipta máli þegar ákveðið er hvaða sjóði skal fjárfesta í. Mikilvægt er að huga vel að áhættuþoli og fjárestingartíma.

 

Sveiflur á gengi sjóða er einn helsti mælikvarði á áhættu. Þar sem litlar sveiflur eru á gengi er áhættan lítil en þegar sveiflur aukast verður áhættan meiri. Innlán og ríkisskuldabréf eru dæmi um áhættulitla fjárfestingu en meiri áhætta fylgir fjárfestingu í hlutabréfum. Þó skiptir líftími skuldabréfa og mótaðilinn líka máli, en sem dæmi má segja að vaxtaáhætta í löngum ríkisskuldabréfum sé nokkuð há til skemmri tíma en mótaðilaáhættan jafnframt lítil.

Þegar talað er um áhættuþol er átt við hversu mikla áhættu viðskiptavinur hefur efni á að taka. Ef fjármagn sem lagt er í sjóð er varasjóður viðkomandi er skynsamlegt að fjárfesta í sjóðum með lítilli áhættu. Aftur á móti ef fjárhagsstaða viðkomandi leyfir getur sá hinn sami fjárfest í áhættumeiri sjóðum, til langs tíma og náð þannig hærri ávöxtun. Hærri ávöxtun fæst almennt með áhættumeiri fjárfestingakostum.

Fjárfestingu í sjóði fylgir ávallt áhætta. Fjárfesting í sjóði er þó áhættuminni en fjárfesting í einstökum verðbréfum þar sem sjóður fjárfestir í mörgum verðbréfum og dreifir þannig áhættunni.

Þegar ætlunin er að spara til skamms tíma er skynsamlegt að velja sjóði sem fjárfesta í innlánum og stuttum ríkisskuldabréfum þar sem litlar sveiflur eru á gengi sjóða. 

Kostnaður við kaup í sjóði er mismunandi á milli sjóða eða á bilinu 0-2%. Ef viðskiptavinur hefur hugsað sér að spara í stuttan tíma er því gott að velja sjóð sem er áhættulítill og kostnaður við kaup er enginn eins og t.d. í IS Lausafjársafn og IS Veltusafn.

Samkvæmt fjármálafræðum skila dreifð eignasöfn almennt hærri ávöxtun og lægri áhættu til lengri tíma litið og er því ákjósanlegt að fjárfesta til lengri tíma ef kostur er á.

Neyslusparnaður

Neyslusparnaður er hugsaður til þess að eiga fyrir því sem manni langar til þess að eignast í náinni framtíð eða jafnvel til að geta skellt sér í draumafríið.

Langtímasparnaður

Langtímasparnaður er hugsaður til þess að leggja góðan grunn til framtíðar. Hvar ætlar þú að vera eftir 10 ár?

Dæmi um sjóði sem gætu hentað:

 

   
   Varasparnaður

   
   IS Lausafjársafn (1 vika+)

   IS Veltusafn (3 mán+)

 

 

Dæmi um sjóði sem gætu hentað:

 

   
   Neyslusparnaður


 
  IS Lausafjársafn (1 vika+)   

   IS Veltusafn (3 mán+)

   IS Einkasafn A (2 ár+) 

   IS Einkasafn B (3 ár+)

   IS Ríkissafn (1 ár+) 

 

 

Dæmi um sjóði sem gætu hentað:

 

   
   Langtímasparnaður

   
   IS Græn skuldabréf (3 ár+)

   IS Sértryggð skuldabréf (3 ár+)

   IS Ríkisskuldabréf meðallöng (2 ár+)

   IS Einkasöfn (2-5 ár)

   IS Hlutabréfasjóðurinn (5 ár+)

 

 

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.