Góð bók fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref

Verðbréf og áhætta er ein þekktasta bókin um fjármál sem komið hefur út á Íslandi en hún kom út árið 1994. Fjallað er um mismunandi tegundir verðbréfa, verðbréfasjóði og erlenda sem innlenda markaði en þungamiðja bókarinnar felst þó í umfjöllun um ávöxtun og áhættu og hvernig þessir tveir þættir mynda saman grunninn að ávöxtun fjármuna almennt.

1. kafli - Skuldabréf

Skuldabréf eru mikilvægasti flokkur verðbréfa hvar sem er í heiminum. Markaðsvextir hvers lands mótast í viðskiptum með skuldabréf í samræmi við lögmál framboðs og eftirspurnar og er í kaflanum farið yfir hvernig markaðsvextir mótast. Annað mikilvægt atriði sem fjallað er um er hvernig þessir markaðsvextir hafa áhrif á verðmæti skuldabréfanna sjálfra en þessar gengisbreytingar valda áhættu við kaup skuldabréfa.

1. kafli (1,2mb)

 

2. kafli - Hlutabréf

Breytingar á hlutabréfaverði vekja oft mikla athygli og geta dregið dilk á eftir sér. Hver hefur ekki heyrt um hrunið á Wall Street árið 1929 og heimskreppuna sem fylgdi í kjölfarið? Ávöxtun hlutabréfa er oft háð mikilli óvissu og fjallað er um orsakir þess í kaflanum sem og hvaða þættir hafa áhrif á verð hlutabréfa.

2. kafli (1mb)

 

3. kafli - Hvernig á að meta áhættu?

Í þessum kafla er rætt um muninn á fyrirtækjaáhættu og markaðsáhættu, fjallað um hvernig mæla má áhættu. Nokkur mikilvæg hugtök verða kynnt s.s. staðalfrávik og betagildi og íhugað hvernig fjárfestar geta dregið úr áhættu.

3. kafli (210kb)

 

4. kafli - Að vega saman ávöxtun og áhættu

Hagfræðingurinn Harry Markowitz sýndi fram á hvernig hægt er að velja saman safn verðbréfa þannig að sem hæst ávöxtun náist með sem minnstri áhættu náist. Það er því ekki að undra að Markowitz fékk Nóbelsverðlaunin fyrir framtakið. Í kaflanum eru kenningar Markowitz útskýrðar og nokkur mikilvæg hugtök kynnt, s.s. skilvirkt hlutabréfasafn, framlína, markaðslína og samvik.

4. kafli (160kb)

 

5. kafli - Erlend verðbréf

Í kaflanum er fjallað um hvernig megi auka ávöxtun og minnka áhættu með fjárfestingum í erlendum verðbréfum til viðbótar við íslensk. Rætt er um hvernig viðskipti með erlend verðbréf fara fram og áhrifaþætti á ávöxtun þeirra.

5. kafli (235kb)

 

6. kafli - Verðbréfasjóðir

Í kaflanum eru kynntar hinar fjölmörgu tegundir verðbréfasjóða, munurinn á hlutdeilarskírteini, skuldabréfi og hlutabréfi verður útskýrður, fjallað verður um hvernig eftirliti með verðbréfasjóðum er háttað og rætt hvernig gengi þeirra er reiknað.

6. kafli (2mb)

 

7. kafli - Hvernig er best að ávaxta peninga?

Hér eru settar fram þrjár aðferðir sem einstaklingar geta beitt við ávöxtun sparifjár og byggjast þær á aldri einstaklings, viðhorfi til áhættu og markmiði með sparnaði. Aðferðirnar þrjár eru svo sameinaðar í eina sem gera ætti öllum kleift að eignast sparifé og ávaxta það á árangursríkan hátt.

7. kafli (355kb)

 

Aðrir tenglar

Skrár: Orðalisti, atriðaskrá og heimildaskrá (180kb)
Viðauki: Formúlur, vaxtatöflur og töflur um reglulegan sparnað (175kb)
Bókin í heild sinni (5mb)
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.