Verðbréfaviðskipti í netbanka og Íslandsbankappinu

Í netbanka Íslandsbanka og Íslandsbankaappinu hefur þú aðgang að fjölbreyttu úrvali sjóða Íslandssjóða.

Þú getur keypt í sjóðum hvenær sem er og það er einfalt að skrá sig í reglulega áskrift og byggja þannig upp sparnað á þægilegan máta. 

Til þess að geta átt verðbréfaviðskipti í netbanka þarftu að:

A. Vera með netbankaaðgang hjá Íslandsbanka.

B. Samþykkja samning vegna verðbréfaviðskipta í netbankanum.

Hér að neðan er farið nánar yfir þessa þætti.

A. Netbankaaðgangur 

Ert þú ekki með netbanka hjá Íslandsbanka?

Einstaklingar og lögaðilar sem ekki eru með netbanka hjá Íslandsbanka geta gengið frá samningi um viðskipti með fjármálagerninga í næsta útibúi Íslandsbanka og hjá ráðgjöfum í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í Norðurturni.

Panta ráðgjöf

 

B. Samþykktarferli

Til þess að geta samþykkt samning vegna verðbréfaviðskipta í netbanka þarftu að:

a) Vera með aðgang að einstaklingsnetbanka hjá Íslandsbanka.
b) Eiga bankareikning hjá Íslandsbanka sem er ekki bundinn.
c) Vera með innskönnuð skilríki í gagnagrunni Íslandsbanka.

Ef ofantaldir þættir eru til staðar er einfalt mál að samþykkja samning vegna verðbréfaviðskipta í netbankanum í nokkrum skrefum. Skrefin eru mismunandi eftir því hvort þú ert að kaupa í sjóði Íslandsjóða í fyrsta skipti eða hvort þú hefur áður samþykkt eldri samninga vegna verðbréfaviðskipta.

 

Ert þú að kaupa í sjóði Íslandssjóða í fyrsta skipti?

Ef þú hefur ekki samþykkt eldri samninga vegna verðbréfaviðskipta þá samþykkir þú samning um verðbréfaviðskipti í netbanka í eftirfarandi skrefum:

1) Tengjast netbankanum.
2) Smella á „Verðbréf“.
3) Þá kemur upp síða þar sem boðið er að stofna vörslureikning. Þar þarf að velja einhvern mótreikning og smella á „Sækja um aðgang“.
4) Þá koma upp skilmálar samningsins. Þegar búið er að kynna sér skilmálana þarf að auðkenna sig aftur með sama notendanafni og lykilorði og notað er til að tengjast netbankanum og velja „Staðfesta“. 
5) Nú hefur þú samþykkt samning vegna verðbréfaviðskipta.
6) Í lokin kemur upp spurningalisti. Þessum lista er nauðsynlegt að svara ef viðskiptavinur vill fá ráðgjöf frá verðbréfaþjónustu Íslandsbanka. Þegar búið er að svara listanum þarf að velja „Staðfesta“.

Samþykktarferli Netbanka

 

Hefur þú samþykkt eldri samninga vegna verðbréfaviðskipta?

Ef þú hefur samþykkt eldri samninga vegna verðbréfaviðskipta þá samþykkir þú samning um verðbréfaviðskipti í netbanka í eftirfarandi skrefum:

1) Tengjast netbankanum.
2) Smella á „Verðbréf“.
3) Smella á „Viðskipti“.
4) Smella á „Kaup og sala“.
5) Velja „Virkja viðskiptaheimild“.
6) Þá koma upp skilmálar samningsins. Þegar búið er að kynna sér skilmálana þarf að auðkenna sig aftur með sama notendanafni og lykilorði og notað er til að tengjast netbankanum og velja „Staðfesta“.
7) Núna hefur þú samþykkt samning vegna verðbréfaviðskipta. 

Samþykktarferli netbanka

 

Kaup og sala

Þegar búið er að ganga frá netbankaaðgangi og samþykkja samning um verðbréfaviðskipti í netbanka getur þú keypt í sjóði hvenær sem er.

Kostir verðbréfaviðskipta í netbanka:

        >> Hægt að leggja inn sjóðapantanir allan sólahringinn.
        >> Betri kjör.*
        >> Einfalt viðmót, fullkomin yfirsýn.

Kaup og sala í netbanka

*Skv. verðskrá verðbréfaþjónustu Íslandsbanka er 10% afsláttur veittur af upphafsgjaldi vegna kaupa í sjóðum Íslandssjóða og 50% afsláttur ef keypt er í áskrift. Ekkert afgreiðslugjald er innheimt af sjóðaviðskiptum í netbanka.

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.