Valmynd
Akur fjárfestingar slhf.
Akur fjárfestingar slhf. er sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða stofnaður í árslok 2013. Sjóðurinn hefur það markmið að fjárfesta í óskráðum, vel reknum og arðbærum félögum með skýra framtíðarsýn og tækifæri til vaxtar og/eða virðisaukandi breytinga.
Sjóðurinn er 7,3 ma.kr. að stærð og hluthafar eru 13 talsins. Um 82% af hlutafé Akurs er í eigu lífeyrissjóða en Íslandsbanki og VÍS eru einnig meðal hluthafa.
Fjárfestingar Akurs eru HSV eignarhaldsfélag, Fáfnir Offshore, Gray Line, Ölgerðin og Gadus.
Fjárfestingateymi sjóðsins samanstendur af Jóhannesi Haukssyni, Davíð Stefánssyni og Kristrúnu Auði Viðarsdóttur.