IS Hlutabréfasjóðurinn

Hentugur fjárfestingartími er 5 ár +

Fjárfestingarsjóður

Fjárfestir í hlutabréfum skráðum í Kauphöll Íslands eða öðrum fjármálagerningum tengdum hlutabréfum.

Fjárfesta í sjóði Upplýsingablað Lykilupplýsingar

Markmið sjóðsins

Markmið sjóðsins er langtíma hækkun eigna með fjárfestingum í hlutabréfum skráðum í Kauphöll Íslands (Nasdaq Omx Nordic Exchange) eða öðrum fjármálagerningum tengdum hlutabréfum. Stefnt er að því að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala leiðrétt fyrir arði sem reiknuð er út af Kauphöll Íslands (OMXI8GI).

Fyrir hvern er sjóðurinn?

IS Hlutabréfasjóðurinn hentar fjárfestum sem vilja ávaxta fé í fimm ár eða lengur. Mælt er með því að sjóðurinn sé hluti af stærra verðbréfasafni. Sveiflur í gengi sjóðsins geta verið miklar og niðursveiflur á hlutabréfamörkuðum langar.

Fjárfestingarmarkmið

Sjóðurinn leitast við að fjárfesta í traustum fyrirtækjum sem eru líklegust að skila sem bestri ávöxtun að mati sjóðstjóra. Til þess að auka vænta ávöxtun er fjárfest í mjög fáum félögum hverju sinni sem hefur þau áhrif að áhættudreifing verður minni en ef fjárfest er í dreifðara safni hlutabréfa.

Sjóðnum er heimilt að eiga að hámarki 50% af heildareignum í innlánum fjármálafyrirtækja séu markaðsaðstæður til fjárfestinga í hlutabréfum ekki hagstæðar að mati sjóðstjóra. Sjóðnum er heimilt að eiga hlutabréf í íslenskum félögum sem skráð eru í erlenda kauphöll, allt að 30%. Þá er sjóðnum einnig heimilt að fjárfesta í óskráðum innlendum hlutafélögum, þó að hámarki 30% af heildareignum, enda sé það yfirlýst stefna fyrirtækis að sótt verði um skráningu innan tveggja ára. Sjóðnum er einnig heimilt að fjárfesta í afleiðum að hámarki 10% af heildareignum, en er óheimilt að taka lán til að fjárfesta í hlutabréfum og skortselja fjármálagerninga.

Fjárfestingarsjóður

IS Hlutabréfasjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. III. kafla laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og hefur sem slíkur eingöngu heimild til markaðssetningar á Íslandi. Munurinn á fjárfestingarsjóði og verðbréfasjóði, sem heimilt er að markaðssetja á EES og sem sækir fjárfestingarheimildir sínar til II. kafla sömu laga er einkum sá að heimildir fjárfestingarsjóða til fjárfestinga eru ekki háðar eins miklum takmörkunum og heimildir verðbréfasjóða. Þrátt fyrir rýmri heimildir fjárfestingarsjóða til fjárfestinga mun Hlutabréfasjóðurinn eingöngu nýta heimildir 3. mgr. 59. gr. og 4. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011, þ.e. auknar heimildir til fjárfestinga í óskráðum hlutafélögum og aukið svigrúm til fjárfestinga í einstökum útgefendum. Að öðru leyti fer um fjárfestingar sjóðsdeildarinnar eftir II. kafla F í lögunum. Aukin áhætta sjóðsins sem fjárfestingarsjóðs mun því felast í minni áhættudreifingu heldur en gildir um verðbréfasjóði og rýmri heimildum til að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum.

Almennur fyrirvari
Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Eignarhlutdeild í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði getur rýrnað, aukist eða staðið í stað og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga auk gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingakosti sem í boði eru. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættur. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Gengisþróun og ávöxtun
Í línuriti gengisþróunar er birt gengi viðkomandi sjóðs sl. eitt ár. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár er ekki reiknuð upp á ársgrundvöll heldur er þar um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun tímabila sem ná yfir eitt ár og lengur er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar miðast ávallt við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

Fjárfesting í afleiðum
Sjóðum er heimilt að nota afleiður til að fastsetja hagnað eða til að draga úr áhættu, eða til að festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum, enda sé það hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingu viðkomandi sjóða.

Skattlagning
Um skattlagningu hagnaðar af hlutdeildarskírteinum gilda lög um tekjuskatt nr. 90/2003, lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996 ásamt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Frekari skattlagning getur þó komið til. Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í sjóðum.

* Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð yfir á ársgrundvöll.


Gengi

2.444,02
+23,53 (0,97%)
Gengi skráð 18.7.2019

Gengisþróun & ávöxtun

Gengisþróun 1 árSjóðaúrval

Almennar upplýsingar

Ítarefni
Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta
Upplýsingablað
Ávöxtunarblað sjóða
Útboðslýsing sjóðsins
Ársreikn. Íslandssjóða hf.
Verðskrá verðbréfaþjónustu

Almennt
Rekstrarform Fjárfestingarsjóður 
Stofnár 1998
Grunnmynt ISK
Lágm.kaup/áskr. 10.000 kr./5.000 kr.
Rekstraraðili Íslandssjóðir hf.
Vörsluaðili Íslandsbanki hf.
Sjóðsstjórar Mogens G. Mogensen
  Gísli Halldórsson
Þóknanir
Kostn. við kaup/áskrift 2,00%/1,00%
Árl. umsj.laun 1,70%
Afgreiðslugjald skv. verðskrá söluaðila
Viðskiptapantanir
Kaup/innlausn 2 viðsk.dagar (T+2)
Viðmiðunartími kl. 15:00