Ábyrgar fjárfestingar
Íslandssjóðir hf. undirritaði samstarfssamning við PRI (Principles for Responsible Investment) í desember 2017.
PRI eru sjálfstæð samtök um ábyrgar fjárfestingar sem njóta stuðnings tveggja aðildarfélaga Sameinuðu þjóðanna, United Nations Environment Programme Finance Initiative (UNEP FI) og United Nations Global Compact (UNGC).
Tilgangur PRI er að greina áhrif fjárfestinga á umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti og styðja þá sem hafa undirritað samning við PRI að innleiða mat á þessum þáttum í ákvarðanir varðandi fjárfestingar og eigendastefnu. Samtökin eru óháð stjórnvöldum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni en þau hvetja samstarfsaðila til að auka ávöxtun til langs tíma og stjórna áhættu með því að beita aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga.
Tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Á meðal stofnaðila voru ellefu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú tryggingafélög, fjögur rekstrarfélög verðbréfasjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki.
>> Stefna í ábyrgum fjárfestingum (PDF)
>> PRI skýrsla Íslandssjóða um ábyrgar fjárfestingar 2022 (PDF)
>> Athugunarlisti (PDF)
>> Stefna um sjálfbærniáhættu í fjárfestingarákvörðunartökuferli (PDF)