Í Kína er hlutfall einkaneyslu af þjóðarframleiðslu lágt og uppgangurinn í landinu hin síðari ár hefur fyrst og fremst byggt á miklum fjárfestingum og útflutningi. Ef Kínverjar stíga á bensíngjöfina í einkaneyslu á næstu árum og áratugum mun það hafa gríðarleg áhrif í heimsbúskapnum. Fyrirtæki í sókn eftir nýjum mörkuðum fyrir vörur og þjónustu fengju vaxtartækifæri sem ástæða er til að ætla að verði síður fyrir hendi í þróuðum hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna. Kínverski neytandinn er viðfangsefni meðfylgjandi greinar sem skrifuð er af tveimur starfsmönnum McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins.
Upprunaleg grein á vef Newsweek
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.