Þegar núverandi valdhafar í Dubai komust til valda árið 1883 var fyrst og fremst um að ræða þorp hvers aðalstarfsemi var perluleit í sjó. Örlögin breyttust þegar olía fannst í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum árið 1966 en Dubai er eitt þeirra ríkja. Olíuforðinn þar á bæ var þó minni en í nágrannaríkjunum þannig að leitað var annarra leiða til að efla efnahagslífið. Dubai varð að fríverslunarsvæði og efldist síðar sem fjármálamiðstöð. Á síðasta ári lækkaði fasteignaverð um 50% og byggingaræðið sem hafði runnið á menn hefur fengið snöggan endi. Beiðni um greiðslufrest af skuldum Dubai World og fréttir af erfiðri stöðu stórra fyrirtækja í landinu raskaði ró fjárfesta fyrir nokkrum dögum.
Upprunaleg grein á vef Time Magazine
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.