Valmynd

Hver gerði Grikkjum grikk?

Vandræði Grikklands að undanförnu hafa ekki farið fram hjá áhugamönnum um fjármálamarkaði. Skuldastaðan er orðin alvarleg og ríkisfjármál í landinu hafa ekki verið til fyrirmyndar í gegnum tíðina. Eins og nánast öll lönd innan Evrópusambandsins sem eru aðilar að evrunni þá munu Grikkir ekki uppfylla skilyrði Maastrict samkomulagsins um að fjárlagahalli megi ekki vera hærri en 3% af þjóðarframleiðslu. Hallinn í ár verður langt yfir 10% en það er ekki einsdæmi í þeim sérstöku aðstæðum sem ríkt hafa í heimsbúskapnum á árinu. Í því sambandi má nefna lönd eins og Bretland, Bandaríkjunum, Ísland, Írland og Spán.

Upprunaleg grein á vef Project Syndicate

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.