Mohamed El-Erian situr ásamt kollegum sínum hjá PIMCO á toppnum á skuldabréfafjallinu. Fyrirtækið er stærsti aðilinn í heimi á sviði skuldabréfastýringar. Fjármunirnir sem sýslað er með nema um 130.000 milljörðum íslenskra króna, hvorki meira né minna. Frekari sönnunar þarf vart við um að allt sé svo stórt í Ameríku.
Í meðfylgjandi viðtali ræðir Mohamed m.a. um horfur í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum. Einnig er forvitnilegt að heyra að Mohamed var eins og aðrir leikmenn þegar fjármálakerfið skalf á haustmánuðum 2008. Hann hringdi í konuna sína og bað hann að fara í bankann og taka út reiðufé. Það sama átti einnig við um hinn toppmanninn hjá PIMCO, Bill Gross. Það sem höfðingjarnir hafast að...
Upprunaleg grein á vef Fortune.com
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.