Eignaverðsbólur eru umræðuefni Robert Shiller prófessors við Yale háskólann í þessari grein en hann er einn fremsti spekingur á því sviði í heiminum. Bók hans „Irrational Exuberance“ sem kom fyrst úr í byrjun árs 2000 hefur unnið sér sess sem ein athyglisverðasta bókin á sviði atferlisfjármála. Og Robert er sama sinnis og Alan Greenspan þegar hann svarar þeirri spurningu hvort að eignaverðsbólur heyri sögunni til? Þær muni áfram verða fylgifiskur fjármálamarkaða. Mannlegt eðli breytist ekki svo glatt.
Upprunaleg grein á vef Newsweek
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.