Erfiðleikar síðustu missera í bankarekstri voru hvað mestir í Bandaríkjunum og nokkrum löndum í Evrópu. Með nokkurri einföldun má einnig segja að eftir því sem bankarnir voru stærri því meiri hafi vandamálin verið. Einn af þeim stóru bönkum sem virðist hafa siglt á milli skers og báru er spænski bankinn Santander en bankinn er nú orðinn stærsti bankinn á evrusvæðinu. Bankinn hefur stækkað hratt á undanförnum árum sem oft er hættumerki, en í rekstrinum er lögð áhersla á gamalsdags vinnulag, íhaldssemi, þolinmæði og einfalda lánastarfsemi. Santander er leiðinlegi bankinn. Á næstu misserum mun koma í ljós hvort að sú athygli sem bankinn fær um þessar mundir er verðskulduð eða hvort að hún sé einungis fimmtán mínútur af frægð.
Upprunaleg grein á vef Time.com
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.