Þegar í sömu andrá er rætt um efnahag Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína er gjarnan vísað til „BRIC" landanna. Öll löndin, nema Rússland, náðu að standa sæmilega í lappirnar í þeirri efnahagslægð sem reið yfir heimsbúskapinn. Kína er fyrirferðarmest af þessum löndum og mun á þessu ári taka við Japan sem næststærsta hagkerfi í heimi. Á næstu árum og áratugum munu Bandaríkin og Kína saman bera höfuð og herðar yfir önnur ríki í efnahagskerfi heimsins. BRIC löndin hafa lengi verið starfsmönnum Goldman Sachs hugleikin og þau eru umræðuefni aðalhagfræðings fyrirtækisins í eftirfarandi grein.
Upprunaleg grein á vef Newsweek
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.