Valmynd

Blóðrautt sólarlag

Fáum blandast hugur um að sólarorka er meðal framtíðarorkugjafa. Mikill vöxtur hefur í atvinnugreininni á undanförnum árum en hlutdeild sólarorku er þó enn nánast ósýnileg borið saman við hlutdeild annarra orkugjafa t.d. jarðefnaeldsneytis við raforkuframleiðslu. En á hlutabréfamarkaði þarf ekki að fara saman gæfa og gjörvileiki. Með öðrum orðum, það eru ekki endilega hlutabréf fyrirtækja í „björtum" atvinnugreinum sem verða bestu fjárfestingarnar. Bílaframleiðsla og flugvélaframleiðsla eru dæmi um atvinnugreinar sem mikil höfðu áhrif á efnahags-og samfélagsgerð en uppskera hluthafa var almennt rýr.

Peter Lynch, hinn nafntogaði sjóðsstjóri Magellan hlutabréfasjóðsins frá 1997-1990 ræðir viðfangsefnið í bók sinni „One up on Wall Street". Hann segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Mikill vöxtur og heitar atvinnugreinar laða að sér marga hæfa aðila sem vilja fá bita af kökunni. Frumkvöðlar og áhættufjárfestar vaka heilu næturnar til að finna leið til þess að kasta sér í slaginn. Ef þú hefur „getur ekki klikkað" hugmynd sem ekki er hægt að vernda með einkaleyfi eða öðrum hætti, þá er næsta víst að um leið og þú nærð árangri þá þarft þú að byrja að slást af miklu afli við hermikrákur... Munið þið hver urðu afdrif diskadrifanna? Sérfræðingarnar sögðu að þetta væri spennandi atvinnugrein sem myndi vaxa um 50% á ári, og það varð raunin. En það voru yfir þrjátíu aðilar sem allir vildu fá bita af kökunni og enginn hagnaðist."

Í meðfylgjandi grein er spurt hvort að það sé heiður himinn framundan fyrir fyrirtæki í sólarorkugeiranum en mörg þeirra hafa ratað í nokkur vandræði að undanförnu.

Upprunaleg grein á vef Time.com

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.