Valmynd

Vagn fólksins

Þeir dagar eru fyrir löngu liðnir að bandarísku bílaframleiðendurnir GM, Ford og Chrysler - „hinir þrír stóru" - beri höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Toyota náði forystukeflinu af GM fyrir nokkru og nú er Volkswagen komið upp að hlið Toyota. Undir hatti Volkswagen eru mörg bílamerki. Fyrir utan Volkswagen ber þar hæst, Audi, Skoda og Seat og til frekara skrauts eru lúxus-og sportbílamerkin Bentley, Lamborgini og Bugatti. Höfuðvígi fyrirtækisins er eins og nærri má geta Evrópa en fyrirtækið hefur ekki náð miklum árangri í Bandaríkjunum. Sá markaður er sá enn stærsti í heimi en kínverski markaðurinn vex hröðum skrefum og verður væntanlega orðinn stærri en sá bandaríski innan tíu ára. Af einstökum nýmörkuðum hefur VW mjög sterka stöðu í Brasilíu. Ef, eða þegar, VW nær forystukeflinu af Toyota mun áreiðanlega hringja einhvers staðar bjöllum.

Upprunaleg grein á vef Business Week

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.