Ríkisverðbréfasjóðir Íslandssjóða, Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, hafa skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða yfir nánast öll samanburðartímabil miðað við gengi 30. desember 2009. Þetta kemur fram í óháðum samanburði allra verðbréfasjóða á vefnum sjodir.is.
Íslensk skuldabréf - meðal löng ríkisskuldabréf | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
- ársávöxtun allra sjóða* | 3 mán | 6 mán | 1 ár | 2 ár | 3 ár | 4 ár | 5 ár |
Íslandsbanki: Sjóður 5 - ríkisskuldabréf | 5,40% | 9,60% | 16,00% | 22,20% | 16,50% | 14,30% | 12,20% |
Arion Banki: Ríkisverðbr.sj. -millilangur | 5,00% | 8,90% | 14,50% | 21,00% | 15,80% | 13,50% | 11,40% |
Landsbankinn: Sparibréf meðallöng | 4,60% | 7,80% | 14,40% | 6,70% | 13,00% | 11,70% | 10,10% |
Íslensk skuldabréf - löng ríkisskuldabréf | |||||||
- ársávöxtun allra sjóða* | 3 mán | 6 mán | 1 ár | 2 ár | 3 ár | 4 ár | 5 ár |
Íslandsbanki: Sjóður 7 - löng ríkisskuldabréf | 6,00% | 11,20% | 16,30% | 23,50% | 15,90% | 13,80% | 11,30% |
Arion Banki: Ríkisverðbr.sj.- langur | 5,90% | 10,80% | 15,50% | 23,30% | 15,90% | 13,70% | 11,00% |
BYR: Skuldabréfasjóðurinn | 5,70% | 10,40% | 17,00% | 22,60% | 15,70% | 13,50% | 11,30% |
Landsbankinn: Sparibréf löng | 5,20% | 9,10% | 15,90% | 18,80% | 13,60% | 11,90% | 10,10% |
*M.v. gengi 30.12.2009. Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð.
Í samanburðinum kemur fram að Ríkisskuldabréf - Sjóður 5, sem fjárfestir í meðallöngum ríkisskuldabréfum hefur náð betri ávöxtun en allir sambærilegir sjóðir síðustu 5 ár og er þá sama til hvaða tímabils er horft. Einnig sést að Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7 hefur sýnt einna bestu ávöxtun eigna síðustu 5 árin meðal sambærilegra sjóða, miðað við gengi sjóðanna 30.12. 2009.
Síðastliðið ár var hagstætt verðbréfasjóðum sem fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Lækkandi ávöxtunarkrafa á markaði leiddi til hækkandi verðs ríkisverðbréfa og hárrar ávöxtunar á verðbréfasjóðum sem fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Verðtryggðir skuldabréfasjóðir hafa notið vaxandi vinsælda undanfarið enda eru þeir leið fyrir fjárfesta til að fá verðtryggingu á eign sína án þess að binda þurfi upphæðina í mjög langan tíma.
Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Sjóður 5 hefur verið starfræktur síðan árið 1990 og Sjóður 7 frá árinu 1997. Sjóðirnir eru með stærstu sjóðum sinnar tegundar á Íslandi, samtals yfir 50 milljarðar. Rekstraraðili sjóðanna er Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka hf. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Íslandssjóða hf., islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk.