Þeir dagar eru löngu liðnir þegar suður kóreskir bílaframleiðendur þóttu liggja vel við höggi varðandi gæði og hönnun. Það er ekki nema rúmur áratugur þegar bílaframleiðandinn Hyundai var nánast kominn að fótum fram þegar hin svokallaða Asíukreppa reið yfir. Á þeim tíma var m.a. rætt um að einhver hinna „sterku“ bandarísku bílaframleiðenda eignaðist hlut í fyrirtækinu. Nú rúmum áratug seinna er GM farið í þrot og í eigu ríkissins og hálfopinberra aðila og Chrysler komið í hendurnar á Fiat. Hyundai hefur aftur á móti sótt fram á flestum vígstöðvum og fyrirtækið hefur rokið upp um mörg sæti á viðurkenndum listum um gæði. Slíkt er ekki sjálfgefið í atvinnugrein þar sem samkeppnin er hörð.
Upprunaleg grein á vef CNN Money
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.