Í áraraðir hefur nánast verið jafnaðarmerki á milli Toyota og áreiðanleika og gæða. Segja má að fyrirtækið hafi verið í fararbroddi í framleiðslu og hið svokallaða TPS (Toyota Production System) hefur í gegnum tíðina þótt fyrirmynd annarra. Eins og kunnugt er þá hefur Toyota lent í töluverðum mótvindi á undanförnum mánuðum og hefur þurft að innkalla mikinn fjölda bíla vegna galla. Það að innkalla bíla er í sjálfu sér ekki óalgengt í atvinnugreininni en það orð sem farið hefur af Toyota fyrir framúrskarandi gæði gerir innköllunina skaðlegri en ella. Mikil samkeppni er í bílasölu og munur í gæðum á milli framleiðenda er oftar en ekki sjónarmunur. Í eftirfarandi greinum er staða þessa stærsta bílaframleiðanda í heimi rædd og þær áskoranir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir.
Upprunalegar greinar á vef The Economist og Time.com
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.