Valmynd

Spegill, spegill herm þú mér - Heimsins dáðustu fyrirtæki

Viðskiptatímaritið Fortune birtir árlega lista um dáðustu fyrirtækin, „The world‘s most admired companies“. Hér ræðir fyrst og fremst um jafningjamat, þ.e. forstjórar og stjórnendur stórra fyrirtækja víðsvegar að úr heiminum eru beðnir um að velja tíu stórfyrirtæki sem þeir telja til fyrirmyndar í rekstri. Sum fyrirtæki hafa verið ofarlega á listanum árum saman, t.d. Nokia, Johnson & Johnson, Nestlé og Coca Cola, en önnur eru nýliðar. Eins og við er að búast eru öflug bandarísk stórfyriræki fyrirferðarmikil á listanum enda eru flest stór alþjóðleg fyrirtæki bandarísk. Að þessu sinni trónir Apple á toppnum en fyrirtækið hefur notið gríðarlegrar velgengni á undanförnum árum. Ef hin nýja vara fyrirtækisins, iPad slær í gegn má vænta þess Apple gefi fyrsta sætið ekki svo auðveldlega eftir að ári. Í framhjáhlaupi má geta þess að iPad-inn verður frumsýndur ef svo má að orði komast þann 3. apríl.

Upprunaleg grein á vef CNN Money

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.