Valmynd

Hvað nú, Herra Markaður?

Nú er eitt liðið frá því að alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku að hækka eftir meira og minna gengdarlausar lækkanir frá haustinu 2007. Einhverjum kann að þykja nóg um hækkunarsprettinn frá botni en sögulega ljósið bregður eðlilegri birtu á hækkanirnar. Ef dæmi er tekið frá bandaríska hlutabréfamarkaðinum hafa á síðustu 110 árum farið í gang 27 meiriháttar hækkunarferli, eða að meðaltali á fjögurra ára fresti. Flest þeirra hafa skilað 30-150% hækkun og varað í 200-800 viðskiptadaga. Umfang hækkunar síðustu 12 mánaða er ekki sögulegt frávik og reyndar í lægri kantinum miðað við meðaltal. Á móti kemur að hækkunin hefur komið á frekar stuttum tíma. Með öðrum orðum hefur mikið komið hratt. Í meðfylgjandi grein láta nokkrir gamlir refir í ljós skoðun sína á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Ástæða er til að vekja athygli á því hversu miklu miklu meira fé hefur streymt í skuldabréfasjóði heldur en í hlutabréfasjóði. Og næsta víst að einhverjir fjárfestar hafa selt hlutabréf eftir að þau lækkuðu í verði og munu kaupa, eða hafa keypt, eftir að þau hafa hækkað í verði.

Upprunaleg grein á vef Business Week

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.