Það eru fá fyrirtæki sem hafa jafn sterka markaðsstöðu og risarnir á drykkjarvörumarkaðinum, Pepsico og Coca-Cola. Þó að Coca-Cola sé stærra í sölu á drykkjarvörum er heildarvelta Pepsico töluvert meiri en Coca-Cola enda er fyrirtækið mjög umfangsmikið í framleiðslu og sölu á öðrum neysluvörum, einkum undir vörumerkjunum FritoLay og Quaker. Fyrirtækið hefur markað þá stefnu að auka hollustu núverandi vara sinna og auka hlutdeild vara af því tagi í sölu sinni.
Upprunaleg grein á vef The Economist
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.