Eins og kunnugt er verða þingkosningar í Bretlandi í byrjun maí næstkomandi. Efnahagsmál verða mál málanna enda hefur breskt efnahagslíf ekki farið varhluta af niðursveiflunni í alþjóðlegu efnahagslífi þó að leiðin hafi legið upp á við undanfarna mánuði. Viðfangsefnin í Bretlandi eru af sama toga og í mörgum öðrum löndum þó að glíman sé óvenjuerfið þar á bæ. Gríðarlegur halli hefur verið á ríkissjóði og verður áfram mikill í ár. Að öðru óbreyttu munu skuldir breska ríkisins Í hlutfalli af þjóðarframleiðsu hækka mikið á næstu árum. Það eru því engin gamanmál sem bíða stjórnmálamanna í komandi kosningum. Þeir ættu þó að geta verið áhyggjulausir kjósenda vegna ef marka má orð Winston Churchill. Hann sagði að breska þjóðin væri eina fólkið sem vildi ekki einungis heyra að útlitið væri ekki gott, heldur einnig fá verstu útgáfuna.
Upprunaleg grein á vef The Economist
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.