Valmynd

Hvað nú Goldman Sachs?

Kastljósið hefur heldur betur beinst að fjármálafyrirtækinu Goldman Sachs að undanförnu. Fyrirtækið er eldri en tvívetra en það var stofnað árið 1869 af þýska innflytjandanum Marcus Goldman. Nokkrum árum seinna gekk tengdasonur hans, Samuel Sachs til liðs við fyrirtækið. Umsvif fyrirtækisins hafa í gegnum tíðina verið mikil á sviði sameininga og yfirtaka fyrirtækja (M&A), hlutafjárútboða og nýskráninga fyrirtækja (IPO) og miðlunar verðbréfa. Á síðustu árum hafa viðskipti í eigin reikning vaxið mikið. Þessi aukna áhersla á stöðutöku og viðskipta í eigin reikning var m.a. umfjöllunarefni í mjög ítarlegri útttekt tímaritsins Economist fyrir nokkrum árum. Fyrirsögn umfjöllunarinnar segir mikla sögu um stöðu fyrirtækisins „ On the top of the world“. En nú standa mörg spjót á fyrirtækinu vegna viðskipta sem tengjast húsnæðisveðlánamarkaðinum í Bandaríkjunum.

Upprunaleg grein á vef TIME

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.