Valmynd

Gamalt en ekki alveg jafngott

Það eru ekki mörg fyrirtæki sem státa af jafnríkri sögu og bandaríska fyrirtækið DuPont. Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum 200 árum af fransmanninum og innflytjandanum Eleuthére Irénée du Pont og hefur í gegnum tíðina komið fram með margar byltingarkenndar vörur. En þar sem framleiðsla fyrirtækisins er ekki neytendavörur í þröngum skilningi þess orðs þá er eins víst að jafnvel fleiri þekki hinn belgískættaða Dupont (Skafti) hvers bróðir er Dupond (Skapti). Nylon, Lycra og Teflon eru meðal efna sem fyrirtækið kom með fram á sjónarsviðið og almennt má segja að þær vörur sem fyrirtækið framleiðir séu í neytendavörum af ýmsum toga fremur en neytendavörurnar sjálfar ef svo má að orði komast. Þó að fyrirtækið sé öflugt þá var það miklu öflugra á árum áður. Þegar viðskiptatímaritið Fortune birti lista yfir fimmhundruð stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna í fyrsta sinn árið 1955, var DuPont í 10. sæti en er nú í 86. sæti. Nýr forstjóri tók við stjórnartaumunum í upphafi árs 2009 og í meðfylgjandi grein er spurt hvort að hann muni geta komið fyrirtækinu á beinu brautina?

Upprunaleg grein á vef CNN Money

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.