Það hafa skipst á skin og skúrir í tæplega áttatíu ára sögu LEGO fyrirtæksins. Fyrir nokkrum árum glímdi fyrirtækið við mikla rekstrarerfiðleika en það hefur heldur betur birt til undanfarin ár. Legokubbarnir hafa verið valdir leikfang síðustu aldar af málsmetandi aðilum og vörumerkið er í raun heimsþekkt þó að mikilvægustu markaðir fyrirtækisins séu í Evrópu. Einungis í verksmiðju fyrirtækisins í Billund eru framleiddar 19 billjónir hluta á ári, sem svarar til um 36.000 hluta á mínútu allan ársins hring. Það eru um 2.350 mismunandi hlutir í LEGO og litirnir eru fimmtíu og tveir. Og það eru ekki bara fíngerðar hendur sem leika sér með LEGO. Mótin sem notuð eru í framleiðsluna eru með nákvæmni sem nemur tveimur þúsundustu úr millimetra og hvergi er slakað á í gæðum en af hverjum milljón framleiddum hlutum eru einungis örfáir sem uppfylla ekki strangar gæðakröfur fyrirtækisins.
Upprunaleg grein á vef Time.com
Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.