Valmynd

Heja Sverige?

Að þessu sinni er sænska landsliðið ekki meðal þátttakenda á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Suður-Afríku. En þeir eiga sína fulltrúa á meðal þjálfaranna. Sven-Göran Eriksson þjálfar lið Fílabeinsstrandarinnar en á árunum 2001-2006 var hann þjálfari enska landsliðsins. Sven-Göran var jafnframt fyrsti útlendingurinn sem þjálfaði enska landsliðið. Lars Lagerback þjálfar lið Nígeríu en hann var við stjórnvölinn hjá sænska landsliðinu frá 2000 til 2009. Þeir kumpánar eru meðal árangursríkra sænskra stjórnenda þó að viðskiptavöllurinn hafi ekki verið þeirra völlur. Í meðfylgjandi grein er Sven-Göran kveikjan að pælingum um sænska stjórnun og stjórnunarhætti. Goðsögnin Jack Welch, fyrrverandi forstjóri General Electric, hefur sagt að Svíþjóð hafi líklega, að öðrum löndum ólöstuðum, fleiri góða stjórnendur en nokkuð annað land. Og það verður ekki af Svíum tekið að þeir eiga mörg fyrirtæki sem eru í fremstu röð. En hvernig fara menn að í Kattholti?

Upprunaleg grein á vef London Business School

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.