Valmynd

Er gull enn glóandi?

Í enskum málshætti segir eitthvað á þá leið að þegar maður eigi gull sé hann hræddur en þegar hann eigi ekkert gull sé hann í hættu. Þó að olía sé sú hrávara sem er fyrirferðarmest í umfjöllun hefur gullið yfirhöndina þegar kemur að dulúð og aðdráttarafli. Gull er sannarlega ekki nýlega komið til skjalanna en gull var unnið í Egyptalandi fyrir þúsundum ára og fyrsta myntin úr gulli var slegin í Tyrklandi nokkrum öldum fyrir Krist. Í dag eru það Indverjar sem ráða miklu um spurn eftir gulli. Æstustu fylgismenn gulls meta málminn sem einhvers konar tryggingu gegn alls kyns þáttum, t.d. verðbólgu, verðhruni á hlutabréfamarkaði, uppnámi á fjármálamörkuðum eða stjórnmálalegri ringulreið. Sem fjárfestingin er gull þeim annmörkum háð að það gefur ekkert af sér. Enginn arður er greiddur eins og í tilviki hlutabréfa né vextir eins og þegar um ræðir skuldabréf. Ávöxtun fæst með þeim hætti að aðrir séu Í framtíðinni tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir gull. Við hverju má búast?

Upprunaleg grein á vef The Economist

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.