Valmynd

Narcissus mörgum öldum seinna

Hugarfar stjórnenda fyrirtækja hefur lengi verið Manfred Kets de Vries hugleikið. Manfred sem er hollenskur að uppruna er prófessor við INSEAD viðskiptaháskólann í Frakklandi og hefur skrifað tugi bóka og greina um stjórnun og stjórnendur. Hann hefur fjallað mikið um „hinn sjálfshrifna leiðtoga“ (e. narcissistic leader). Sá leiðtogi á fyrirmynd sína í ungum manni í grískri goðafræði, Narcissus, sem varð ástfanginn af eigin spegilmynd í skógartjörn. Manfred hefur bakgrunn í hagfræði, stjórnun og sálgreiningu (psychoanalysis) og hefur verið frumherji í að nota sálgreiningu til að auka skilning á því af hverju stjórnendur fyrirtækja fara út af sporinu. Þar koma dökkar hliðar sjálfshrifningar stjórnenda við sögu. Í nýbirtu viðtali ræðir hann meðal annars þetta viðfangsefni.

Upprunaleg grein á vef Strategy Business

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.