Valmynd

Hver er galdurinn á bak við langlífi General Electric?

Það kann að koma einhverjum á óvart að fyrirtæki verða sjaldan mjög langlíf. Þegar um ræðir stór alþjóðleg fyrirtæki eru þau mörg hver búin að leggja upp laupana eftir 40-50 ár. En það eru undantekningar þar á og fá dæmi eru betri en bandaríska fyrirtækið General Electric. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til vísindamannsins, uppfinningamannsins og kaupsýslumannsins Tomas Alva Edison en Edison skráði á sínum tíma yfir eittþúsund einkaleyfi í Bandaríkjunum . GE er eina fyrirtækið sem var í upphaflegu Dow Jones hlutabréfavísitölunni sem enn er í vísitölunni. Starfsemi fyrirtækisins er fjölþætt en fyrirtækið er m.a. umfangsmikið í flugiðnaði, heilbrigðisiðnaði, orkuiðnaði, fjármálastarfsemi og fjölmiðlun. Síðasti forstjóri GE, Jach Welch er nánast goðsögn en arftaki hans, Jeff Immelt, hefur á sér hógværara yfirbragð. En hvernig hefur GE þrammað sinn veg í gegnum tíðina?

Upprunaleg grein á vef London Business School

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.