Valmynd

Tvíeykið á bak við Microsoft

Það eru nokkur tvíeykin sem hafa orðin eftirminnileg: Á tónlistarsviðinu njóta menn þess að stráklingurinn John Lennon hitti annan strákling Paul McCartney. Barbie og Ken hafa prýtt marga dótakassana, Richard Burton og Elisabeth Taylor stikað um stjörnusviðið og Ástríkur og Steinríkur hafa gert garðinn frægan á bókmenntasviðinu. Á viðskiptasviðinu má t.d. nefna William Proctor og James Gamble (Proctor & Gamble) og Charles Rolls og Frederick Royce (Rolls Royce).

Tvíeykið sem stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Paul Allen taldi Bill Gates á að hætta í Harvard háskóla til að þeir félagar gætu sinnt hugðarefnum sínum tölvunum og stofnað fyrirtæki. Microsoft varð til og hefur fyrirtækið lengstum verið í heimi árangursríkustu fyrirtækja í heimi og á hvers manns vörum. Paul hætti reyndar snemma daglegum afskiptum af fyrirtækinu vegna veikinda en sat lengi eftir það í stjórn þess. Hann hefur einbeitt sér að fjárfestingum í fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum undir hatti félagsins Vulcan Inc. Og „bátarnir“ sem Paul á þykja í frásögur færandi.

Eftirfarandi viðtal var tekið við þá félaga þegar tuttugu ár voru liðin frá stofnun Microsoft. Í viðtalinu ber á góma ýmis nöfn á fyrirtækjum innan tölvu- og upplýsingatæknigeirans sem nú eru horfin af sjónarsviðinu. Önnur eru enn starfandi og hafa gengið í gegnum súrt og sætt.

Upprunaleg grein á vef Fortune

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.