Valmynd

God morgon Göteborg

Kínverska fyrirtækið Geely Automotive, eða öllu heldur móðurfélag þess, er nýr eigandi fólksbílafyrirtækisins Volvo. Geely keypti Volvo af Ford sem var e.t.v. táknrænt þar sem stofnandi Geely og aðaleigandi, Li Shufu, lýsir sér stundum sem kínversku útgáfunni af Henry Ford. Geely var fyrsta einkafyrirtækið í bílaframleiðslu í Kína og hóf framleiðslu bíla fyrir um 15 árum. Áður framleiddi fyrirtækið ísskápa og bifhjól. Og markið er sett hátt. Byggja á verksmiðju í Kína og ryðja Volvo rúm á kínverskum markaði. Og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en meðal samkeppnisaðila á lúxusbílamarkaðinum eru Audi, BMW og Mercedes.

Upprunaleg grein á vef The Economist

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.