Valmynd

Eru dýrðardagar Google að baki?

Ef beinlínis væri spurt hvort að Google sé „búið" þætti mörgum það eflaust furðuleg spurning. Uppgangur fyrirtækisins á sér varla hliðstæðu. Um tólf ár eru liðin frá stofnun fyrirtækisins og nam velta þess í fyrra 24 milljörðum dollara. Fyrirtækið þjónar viðskiptavinum sínum með því að (með eigin orðum fyrirtækisins)....."þróa vörur og þjónustu sem á fljótlegan og auðveldan hátt, búa til, raða og deila upplýsingum". En er þetta nóg til að fyrirtækið vaxi og dafni af sama krafti og áður? Í nýjasta tölublaði Fortune viðskiptatímaritsins er fjallað um Google. Á forsíðu blaðsins er einfaldlega spurt „Er Google búið?".

Upprunaleg grein á vef Fortune

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.