Valmynd

Sprækur nýliði á lista yfir 500 stærstu fyrirtæki í heimi

Indverska fyrirtækið Tata Motors er einn af nýliðunum á nýjasta lista Fortune tímaritsins um stærstu fyrirtæki í heimi. Fyrirtækinu hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum en markaðssvæði þess hefur allt fram á síðustu ár verið nær eingöngu í Indlandi. Árið 2008 var svo haldið í víking en fyrirtækið keypti þá bílaframleiðendurna Land Rover og Jaguar af Ford. Í fyrra beindist kastljós fjölmiðla að fyrirtækinu þegar smábílinn Nano, sem sagður var ódýrasti bíll í heimi, var kynntur til sögunnar.

Eftirfarandi er viðtal við varaformann stjórnar fyrirtækisins þar sem hann ræðir m.a. Indland sem markað, stöðu fyrirtækisins og stjórnunarhætti.

Upprunaleg grein á vef Wiley Online Library

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.