Valmynd

Skuldabréf frekar en hlutabréf...eða hlutabréf frekar en skuldabréf?

Eftir miklar lækkanir á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum á árinu 2008 og fyrstu mánuðum 2009 (50% þegar yfir lauk) seldu einstaklingar sem aldrei fyrr hlutabréfasjóði en fé flæddi inn í skuldabréfasjóði. Vinsældir skuldabréfasjóða eru enn miklar þó að vextir séu orðnir mjög lágir og hlutabréfasjóðir eru enn úti í kuldanum. Þó að það séu mörg óveðursský á lofti í Bandaríkjunum má öllu ofgera. Það er a.m.k. sjónarmið Roger Lowenstein, sem m.a. skrifaði metsölubókina „When Genies Failed“ og er fastur dálkahöfundur í dagblaðinu New York Times. Hann rifjar upp svartsýnina sem ríkti í Bandaríkjunum fyrir rúmum 30 árum og yfirlýsingu Business Week tímaritsins um „Endalok hlutabréfanna“, nokkru áður en tveir bestu áratugirnir á hlutabréfamarkaði fóru í hönd.

Upprunaleg grein á vef The New York Times

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.