Valmynd

Lítill bilbugur á baráttuhundinum Richard „Brand“son

Margir árangursríkir leiðtogar virðast eiga það sameiginlegt að hafa átt sterka og hvetjandi móður en frekar fjarlægan og afskiptalausan föður. Breski frumkvöðulinn Richard Branson er í þessum hópi en móðir hans sagði hverjum sem vildi heyra að sonur hennar yrði forsætisráðherra einn daginn! Skólaganga Branson var stutt og hann haslaði sér ungur völl í sölu á hljómplötum undir merki „Virgin“. Hugmyndin að nafninu kom frá einum samstarfsmanna hans og átti að endurspegla að Branson og félagar væru að stíga sín fyrstu spor í atvinnugreininni. Fyrirtækið hóf stuttu seinna útgáfu á tónlist og var fyrsta platan með gamla brýninu Mike Oldfield. Árið 1984 hóf Branson sig til flugs er hann stofnaði flugfélagið Virgin Atlantic Airways. Og Virgin vörumerkið hefur verið notað víða, t.d. Virgin Mobile, Virgin Cola, Virgin Trains og jafnvel Virgin Vodka. Í Ástralíu er svo rekið flugfélagið Virgin Blue og fyrir nokkrum hélt Branson til Bandaríkjanna og stofnaði Virgin America. Og undir merkjum þriggja flugfélaga bítur Branson í skjaldarrendur og er hvergi banginn við samkeppnina frekar en fyrri daginn.

Upprunaleg grein á vef Time

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.