Valmynd

Hið nýja Siemens

Stórfyrirtækið Siemens hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á undanförnum árum. Fyrirtækið er nánast samofið atvinnu-og iðnaðarsögu Þýsklands enda rúm 160 ár frá því að þeir félagar Werner von Siemens og Johann Georg Halte stofnuðu fyrirtækið. Fyrirtækið er í hópi stærstu fyrirtækja í heimi með rúmlega 400.000 starfsmenn í 200 löndum. Stærsta viðskiptasvið fyrirtækisins eru iðnaðar-og hátæknivörur sem hafa alla tíð verið hjartað í fyrirtækinu en hin viðskiptasviðin eru í orkugeira og heilbrigðisgeira. Þó að fyrirtækið hafi iðulega verið í fararbroddi hvað varðar tækni og nýjungar hefur afkoma þess oft ekki verið til að hrópa húrra fyrir. En um þessar mundir virðist heldur vera að birta til.

Upprunaleg grein á vef The Economist

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.