Valmynd

Indverskur tígur?

Að sumu leyti leiðir það af líkum að fjölmennustu lönd jarðar, þ.e. Kína og Indland verði á endanum stærstu hagkerfi í heimi. Kína hefur nýlega hrifsað til sín annað sætið af Japan en Bandaríkin eru enn í óskoruðu forystusæti. Undanfarin misseri hefur kastljósið beinst að Kína en Indland, sem er ellefta stærsta hagkerfi í heimi hefur fengið minni athygli. Segja má að Indland hafi blásið fyrir alvöru til sóknar tíu árum á eftir Kína en upp úr árinu 1991 var hagkerfið sveigt inn á braut aukins markaðsbúskapar. Landbúnaður er þýðingarmikill í hagkerfinu en ýmsum greinum iðnaðar hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt á undanförnum árum er enn langt í land á mörgum sviðum. Innviðum er ábótavant, ólæsi er mikið og í engu landi í heiminum er fjöldi fátæks fólks jafnmikill.

Upprunaleg grein á vef The Economist

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.