Valmynd

Pelehagkerfið?

„Týndi áratugurinn“ virðist loksins hafa týnst í mörgum löndum S-Ameríku, þar með talið Brasilíu. Þetta hugtak var upphaflega notað til að lýsa efnahags-og þjóðfélagsþróuninni í álfunni á milli 1980 og 1990. Ofaníkaupið var áratugurinn sem fór í hönd einnig „hálftýndur“. Síðasti áratugur hefur aftur á móti verið með farsælla móti en landið þurfti þó að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2002. Aðstoð sjóðsins nam þá um 30 milljörðum dollara sem var alger metfjárhæð á þeim tíma. Þremur árum seinna höfðu Brassarnir greitt lánið tilbaka, ári á undan áætlun. Uppsveiflan á hrávörumörkuðum hefur komið sér vel fyrir efnahag Brasilíu. Landið er ríkt af steinefnum eins og járni, súráli og nikkel og risi á sviði landbúnaðarhrávara og afurða eins og kaffis, sojabauna, sykurs, appelsína og nautgripakjöts. Nú er að sjá hvað þessi áratugur ber í skauti sér. Þó að mikil efni standi til þess að efnahagsþróunin verði hagfelld þá segir brasilíst máltæki að það séu endilega trén með mesta laufið sem muni gefa bestan ávöxt.

Upprunaleg grein á vef Wiley Online Library

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.